Sjávarútvegsráðstefnan 2016 í Hörpu

Glæsileg ráðstefnuhöll

Á árnunum 2010-2014 var ráðstefnan haldin á Grand Hótel Reykjavík en árið 2015 á Hilton Reykjavík Nordica. Aðsókn að ráðstefnunni hefur aukist á undanförnum árum og nú tökum við stóra stökkið og færum okkur yfir í Hörpu sem gefur okkur kost á að bjóða okkar viðskiptavinum betri ráðstefnusali og stærra sýningarrými.

Ráðstefna og jólainnkaup

Sjávarútvegsráðstefnan 2016 verður haldin 24.-25. nóvember. Margir af okkar viðskiptavinum koma utan af landi og fyrir þá er einnig gott að nýta ferðina til jólainnkaupa og fundarhalda. Bjóðið frúnni eða karlinum með ykkur á ráðstefnuna og nýtið helgina til jólainnkaupa.

Aukin þjónusta

Með því að flytja okkur yfir í Hörpu getum við boðið okkar viðskiptavinum fleiri og stærri sýningarrými. Á ráðstefnuna mæta fulltrúar frá flestum sjávarútvegsfyrirtækjum og því gott aðgengi að kaupendum á vöru og þjónustu. Veitingar verða staðsettar í miðju sýningarrýminu og básar styrktaraðila Sjávarútvegsráðstefnunnar því vel sýnilegir ráðstefnugestum.

Aðalstyrktaraðilar eru kjölfestan í fjármögnun

Eftirfarandi hafa samþykkt að vera aðalstyrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016; Eimskip, Icelandair cargo, Landsbankinn, Oddi og Tryggingarmiðstöðin. Sjávarútvegsráðstefnan þakkar fyrir þeirra framlag.

Birtingaáætlun

Nú vinnur sjö manna stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar að skipulagningu ráðstefnunnar og stefnt er að því að fylgja eftirfarandi birtingaráætlun:

  • Maí: Heiti málstofa
  • Júlí: Vinnuheitum á erindum
  • September: Endanlega dagskrá með heitum erinda og nöfnum fyrirlesara
  • Nóvember: Viku áður en ráðstefnan hefst verður ráðstefnuhefti sett á vefinn. Þar verður að m.a. að finna lýsingu á málstofunum og erindum.