Sjávarútvegsráðstefnan 2016: Málstofur, túlkun og framúrstefnuhugmynd

Sjávarútvegsráðstefnan 2016 verður haldin 24.-25. nóvember að þessu sinni í Hörpu. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016 verða 13 málstofur.

Málstofur

Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016 verður fjölbreytt dagskrá og heiti málstofa er:

 • Íslenskur sjávarútvegur og utanríkisstefna
 • Eru nýjungar við fiskileit?
 • Orkunotkun og orkusparnaður við veiðar og siglingu
 • Fiskifræði sjómannsins og Hafró
 • Sala og dreifing á íslenskum fiski á HORECA 
 • Staða og tækifæri á bolfiskmörkuðum
 • Vottun og áhrif á sölu íslenskra sjávarafurða
 • Þróun í olíuverði – ógnir og tækifæri í okkar viðskiptalöndum
 • Aukin verðmætasköpun í uppsjávarfiski
 • Fullnýting í verðmætar afurðir
 • Þróun og framtíðarhorfur í fiskvinnslutækni
 • Sögur af þróun í sjávarútvegi á Íslandi
 • Sjókvíaeldi á laxi á Íslandi í alþjóðlegri samkeppni

Túlkun

Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016 munum við leggja meiri áherslu á túlkun málstofa, en gert hefur verið fram að þessu. Túlkað verður úr íslensku í ensku og er því gott tilefni að fá erlenda viðskiptavini til landsins og bjóða á ráðstefnuna.

Dagskrá

Nú er verið að vinna að dagskrá ráðstefnunnar og er gert ráð fyrir met fjöld erinda eða rúmlega 60. Við munum birta dagskrá með vinnuheitum erinda í júlí.

Framúrstefnuhugmynd

Ef þú ert hugmyndasmiður, endilega sendu okkur framúrstefnuhugmynd. Á vefsíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar er að finna upplýsingar um verðlaun til þeirra sem skila inn bestu hugmyndunum. Á síðustu ráðstefnu voru kynntar fjórar framúrstefnuhugmyndir og á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016 verða einnig nokkrar kynntar. Skilafrestur er í haust þannig að hægt er að nýta allt sumarið til að leggja undir feld og vonandi að þið fáið hugljómun.